Gátt:Úrvalsefni

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Úrvalsgátt íslensku Wikipediu
Á úrvalsgáttinni birtist það alfræðiefni sem þykir bera af á íslensku Wikipediu í bland við úrvalsgreinar á öðrum tungumálum og margmiðlunarefni frá Wikimedia Commons.
Uppfærðu síðuna til þess að sjá nýtt efni af handahófi.
Gyllt stjarna
Úrvalsgrein
David Hume
David Hume

David Hume (26. apríl 171125. ágúst 1776) var skoskur heimspekingur, hagfræðingur og sagnfræðingur og einn mikilvægasti hugsuður skosku upplýsingarinnar á 18. öld.

Venjulega er Hume talinn einn þriggja helstu málsvara bresku raunhyggjunnar en þó eru ekki allir á einu máli um hvernig eigi að túlka heimspeki hans. Sumir telja að Hume hafi fyrst og fremst verið efahyggjumaður en aðrir telja að kjarninn í heimspeki hans sé öðru fremur náttúruhyggja.

Hume var undir miklum áhrifum frá raunhyggjumönnunum John Locke og George Berkeley en einnig frá ýmsum frönskumælandi höfundum eins og Pierre Bayle og mörgum enskumælandi hugsuðum og vísindamönnum, svo sem Isaac Newton, Samuel Clarke, Francis Hutcheson, Adam Smith og Joseph Butler.

Hume naut ekki mikilla vinsælda meðal samtímamanna sinna og var misskilinn af flestum þeirra. Hann fékk þó betri viðtökur á meginlandi Evrópu en í heimalandi sínu. Kirkjunnar menn höfðu ætíð horn í síðu Humes og komu að minnsta kosti tvisvar sinnum í veg fyrir að hann fengi ráðningu sem háskólakennari.

Lesa áfram um David Hume...

Blá stjarna
Gæðagrein

Stóra bomban er heiti á atburði sem átti sér stað árið 1930 og varðaði aðallega Jónas Jónsson frá Hriflu og Helga Tómasson, yfirlækni á Kleppi.

Jónas Jónsson frá Hriflu var dómsmálaráðherra á þessum tíma og hafði bakað sér töluverðar óvinsældir meðal lækna. Hápunkti þessara óvinsælda var án efa náð þegar Helgi Tómasson, yfirlæknir á Kleppi, lýsti því yfir að hann teldi Jónas bera merki um geðveiki og ætti hann því að láta af embætti dómsmálaráðherra tafarlaust. Oft er þetta mál kallað geðveikismálið en Jónas nefndi þennan atburð stóru bombuna og hefur það nafn fest við það.

Læknadeilan fólst aðallega í skipan lækna en teygði sig einnig inn í starfsmannamál á Vífilsstöðum. Á þessum tíma skipaði dómsmálaráðherra lækna í stöður en það var viðtekin venja að embættisnefnd lækna fengi í raun að ráða. Jónas var aftur á móti ósammála þessari venju og sérstaklega þótti honum sárt þegar nefndin ætlaði að láta hann skipa svarinn óvin Framsóknarflokksins.

Lesa áfram um Stóru bombu...

Grá stjarna
Úrvalsmynd

Skýringarmynd af innviðum sólar

Græn brotin stjarna
Upprennandi
Allt efni Wikipediu er unnið í sjálfboðavinnu með það markmið að safna samanlagðri þekkingu mannkyns og gera hana eins aðgengilega og hægt er. Á þessari síðu eru bestu dæmin um þetta starf á íslensku Wikipediu en það er mikið verk óunnið og öll hjálp er vel þegin. Ef þú getur hugsað þér að taka þátt í þessu verkefni þá ættir þú að lesa kynninguna og nýliðanámskeiðið og hefjast svo handa.

Af 58.431 greinum á íslensku Wikipediu komast aðeins örfáar útvaldar í hóp gæða- og úrvalsgreina. Samstarf notenda um að fjölga þessum greinum og hækka hlutfall þeirra fer fram í úrvalsmiðstöðinni.

Tillögur að gæðagreinum: Engin atkvæðagreiðsla í gangibreyta

Tillögur að úrvalsgreinum: Atkvæðagreiðsla í gangibreyta

hnöttur
Alþjóðleg úrvalsgrein
Leonard Trelawny Hobhouse, un des concepteurs du social-libéralisme, au travers notamment de son livre Liberalism paru en 1911.
Leonard Trelawny Hobhouse, un des concepteurs du social-libéralisme, au travers notamment de son livre Liberalism paru en 1911.

Le social-libéralisme ou nouveau libéralisme (son nom d'origine) dit également libéralisme social, haut libéralisme, libéralisme radical, libéralisme moderne, ou souvent en Amérique du Nord, est un courant du libéralisme qui, à la suite de John Stuart Mill, met au centre de sa pensée le développement tant intérieur que matériel des êtres humains pensés dans leur interaction sociale. Au plan politique, son éthique s'oppose à l'autoritarisme et cherche à impliquer les êtres humains dans le processus décisionnel d'où l'accent mis sur la démocratie. Au plan économique et social, il promeut des institutions cherchant à concilier liberté et égalité à travers notamment la mise en place de régulations ayant pour but d'établir une concurrence équilibrée et de politiques de redistribution visant à accroitre les capabilités des individus. Son épistémologie l'amène à traiter des problèmes économiques et sociaux en partant de l'étude des faits même s'ils sont déplaisants. Cela les mène à être plus inductifs, à partir plus de l'analyse des données que les économistes libéraux classiques qui raisonnaient de façon plus déductive.

Lestu meira um félagslega frjálslyndisstefnu á frönsku Wikipediu.

Norðurlönd
Norræn úrvalsgrein

Månen er Jordens eneste måne og den femtestørste naturlige satellit i da:solsystemet. Dens størrelse i forhold til Jorden gør den til den relativt største måne, som omkredser en planet.

Den gennemsnitlige afstand mellem centrum af Jorden og af Månen er 384.405 km, hvilket er omkring tredive gange Jordens diameter. Månens diameter er 3.474 km, lidt over en fjerdedel af Jordens. Det betyder, at Månens da:rumfang er omkring 2 procent af Jordens, og at tyngdekraften på dens overflade er omkring 17 procent af Jordens. Månen foretager et helt kredsløb om Jorden for hver 27,3 dage (den sideriske omløbstid), og de periodiske variationer i Jord-Måne-Sol-systemets geometri medfører, at Månen har faser, som gentager sig for hver 29,5 dage (den synodiske omløbstid).

Månen er det eneste himmellegeme, som mennesker er rejst til og har landet på. Det første menneskeskabte objekt, som undslap Jordens tyngdekraft og passerede nær Månen, var Sovjetunionens rumsonde Luna 1.

Lestu meira um tunglið á dönsku Wikipediu.

Púsl
Gáttir
Gáttir eru ein aðferðin til þess að setja efni Wikipediu fram á skipulagðan hátt og auðvelda aðgengi að því. Þær eru eins konar forsíður fyrir sín efnissvið. Góðar gáttir á íslensku Wikipediu eru: