Húskeppur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Otiorhynchus sulcatus)
Húskeppur

Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríkið (Animalia)
Fylking: Liðdýr (Arthropoda)
Flokkur: Skordýr (Insecta)
Ættbálkur: Bjöllur (Coleoptera)
Ætt: Ranabjöllur (Curculionidae)
Undirætt: Entiminae
Ættflokkur: Otiorhynchini
Ættkvísl: Otiorhynchus
Tegund:
O. sulcatus

Tvínefni
Otiorhynchus sulcatus
(Fabricius, 1775)

Húskeppur (fræðiheiti: Otiorhynchus sulcatus) er ranabjölltegund ættuð frá Evrópu, en algeng í Norður-Ameríku einnig. Hann er plága í görðum.

Lýsing[breyta | breyta frumkóða]

Fullorðin bjalla er matt svört með samvöxnum hlífðarvængjum og ófleyg. Hann nærist að nóttu á blaðjöðrum,, og verða hök í blaðjöðrum. Breiðblaða sígrænar plöntur eru sérstaklega hætt við skemmdum.[1]

Kvenbjöllur hafa þann eiginleika að geta fengið afkvæmi án frjóvgunar[2] en engin karldýr hafa fundist.[3] Lirfurnar verða 1 sm á lengd, með lítið eitt sveigðan fótalausan búk, rjómagulur, með fölbrúnum haus. Þær eru neðanjarðar þar sem þær naga rætur og innri börk neðst á stofni. Þær valda mestum skaða á jurtkenndum plöntum, sérstaklega í pottum, þar sem rótarvöxtur er takmarkaður. Hérlendis eru þær nær eingöngu innanhúss.[4]


Varnir[breyta | breyta frumkóða]

Lífrænar varnir[breyta | breyta frumkóða]

Lirfur

Lirfunum er hægt að halda niðri með því að nota sníkjuþráðorma, til dæmis Steinernema kraussei og Heterorhabditis bacteriophora, sem fást sumsstaðar keyptir hjá sérhæfðum verslunum.[5] Þeim er einfanldlega blandað í vatn og vökvað í moldina.

Bjöllunum er hægt að ná með klístri á stofnum plantnanna, þar sem þær fara aftur niður á jörð á hverjum morgni.

Það er einnig hægt að tína fullorðin dýr af plöntunum á nóttunni þar sem þær eru að narta á blaðjöðrunum. Notið bara veikt ljós þar sem bjöllurnar láta sig detta við bjart ljós.

Einnig er notaður sveppurinn Beauveria bassiana, til að smita fullorðnar bjöllur.

Sjá einnig[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. John A. McLean (2007). „Otiorhynchus (= Brachyrhinus) sulcatus (Curculionidae)“. UBC Faculty of Forestry. Afrit af upprunalegu geymt þann 4. febrúar 2012. Sótt 16. apríl 2018. {{cite web}}: Margir |archivedate= og |archive-date= tilgreindir (hjálp); Margir |archiveurl= og |archive-url= tilgreindir (hjálp)
  2. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 7. maí 2017. Sótt 16. apríl 2018. {{cite web}}: Margir |archivedate= og |archive-date= tilgreindir (hjálp); Margir |archiveurl= og |archive-url= tilgreindir (hjálp)
  3. „Black Vine Weevil“ (PDF). 2003. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 29. nóvember 2016.
  4. „Náttúrufræðistofnun Íslands - Húskeppur“. Afrit af upprunalegu geymt þann 10. apríl 2019. Sótt 16. apríl 2018. {{cite web}}: Margir |archivedate= og |archive-date= tilgreindir (hjálp); Margir |archiveurl= og |archive-url= tilgreindir (hjálp)
  5. „Black Vine Weevil“. University of Illinois Extension. Afrit af upprunalegu geymt þann 10. febrúar 2010. Sótt 16. apríl 2018. {{cite web}}: Margir |archivedate= og |archive-date= tilgreindir (hjálp); Margir |archiveurl= og |archive-url= tilgreindir (hjálp)
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.