Leppstríð

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Staðgöngustríð)

Leppstríð (e. proxy war), einnig kallað staðgöngustríð, er átök milli tveggja ríkja eða annarra aðila þar sem hvorugur aðili mætir andstæðingi sínum beint í átökum. Oft eru báðir aðilar að berjast við bandamenn hvors annars eða að hjálpa bandamönnum sínum að berjast við andstæðinga sína. Erlend ríki og stórveldi blanda sér oft í slík átök á einu svæði af pólítískum ástæðum til að því að tryggja efnhagslega hagsmuni og pólitíska stöðu sína í heimshlutanum. Stríðsátök í Sýrlandi, 2011-2018, eru dæmi um leppstríð þar sem stórveldi blanda sér í átök um yfirráð yfir Sýrlandi í því augnamiði að tryggja völd sína og hagsmuni í Mið-Austurlöndum.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • Andrew Mumford (2013) Proxy Warfare and the Future of Conflict, The RUSI Journal, 158:2, 40-46, DOI: 10.1080/03071847.2013.787733
  • Alex Marshall (2016) From civil war to proxy war: past history and current dilemmas, Small Wars & Insurgencies, 27:2, 183-195, DOI: 10.1080/09592318.2015.1129172
  • „Hverjir eru vondu kallarnir í Sýrlandi og um hvað snúast átökin þar?“. Vísindavefurinn.
  • Nú hækkar hitastigið til muna (Mbl. 4. júlí 2017)
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.