Þingey

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Gamalt danskt kort sem sýnir Þingey.

Þingey er eyja í Skjálfandafljóti. Hún er 5.5 km löng og um 1.5 km að breidd.[1]

Eyjan er flöt að mestu og þurrlend enda er undirstaða hennar eitt þeirra mörgu hraunflóða, sem fallið hafa norður Bárðardal í tímanna rás. Jarðfræðingar telja að þetta hraun muni hafa runnið frá Trölladyngju í Ódáðahrauni fyrir um sjö þúsund árum [heimild vantar]. Þingey er nyrst á þessu hrauni og fara saman norðurendi eyjarinnar og nyrsti hluti þessa hrauns.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Þorsteinn Jósepsson; Steindór Steindórsson. Landið þitt Ísland: U-Ö. bls. 135.