Fara í innihald

Þorsteinn Eggertsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Þorsteinn Eggertsson (f. 25. febrúar 1942) er myndlistarmaður, söngvari og textahöfundur. Hann var um tíma söngvari hjá KK sextettinum, söng með Hljómsveit Guðmundar Ingólfssonar í Keflavík og fleiri hljómsveitum. Hann fór í myndlistanám í Kaupmannahöfn og varð 1963 fréttaritari Alþýðublaðsins í Kaupmannahöfn og þegar hann sneri heim frá námi 1965 gerðist hann blaðamaður við tvö táningatímarit og fór að semja dægurlagatexta fyrir hljómplötur að áeggjan Þóris Baldurssonar sem þá var í Savanna tríóinu. Eftir Þorsteinn liggur mikið magn dægurlagatexta en rúmlega fjögur hundruð þeirra hafa verið gefnir út á hljómplötum og geisladiskum.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]