Alexis Sánchez

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Alexis Sánchez (2011).
Alexis Sánchez árið 2017 með landsliðinu.

Alexis Alejandro Sánchez Sánchez (fæddur 19. desember 1988) er síleskur knattspyrnumaður sem spilar með félaginu Internazionale í og síleska landsliðinu. Hann er markahæsti landsliðsmaður heimalands síns.

Sánchez hóf ferilinn með Cobreloa í heimalandinu en hélt til Ítalíu árið 2006 og spilaði með Udinese til 2011. Árin 2006-2008 var hann þó í láni til félaganna Colo-Colo í Síle og River Plate í Argentínu. Hann hélt svo til FC Barcelona og var þar til ársins 2014 og vann nokkra titla með félaginu. Þá fór hann til Arsenal F.C.. Á tímabilinu 2016–2017 skoraði Sánchez 30 mörk og átti 14 stoðsendingar.

Sánchez yfirgaf Arsenal árið 2018 og hélt til Manchester United í skiptum fyrir Armenann Henrikh Mkhitaryan. Gengi hans hjá United var brösugt og meiðsli hrjáðu hann. Hann ákvað að halda til Inter á Ítalíu á láni tímabilið 2019-2020 ásamt félaga sínum úr United Romelu Lukaku og samdi við félagið til 3 ára í ágúst 2020. Hann vann Serie A titil með Inter tímabilið 2020-2021.