Leiðarhnoða

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Leiðarhnoða [1] var hnykill sem Aríaðna í grískri goðafræði lét Þeseif fá áður en hann hélt inn í völundarhúsið á Krít til að drepa Mínotárosinn. Hnykill þessi var nefndur leiðarhnoða vegna þess að Þeseifur vatt út af hnyklinum þegar hann gekk inn í völundarhúsið til að geta svo lesið sig eftir honum þegar hann hafði drepið Mínotárosinn og ratað þannig út. Leiðarhnoða hefur síðan verið notað í yfirfærðri merkingu, sbr. t.d. þegar menn segja: Stjórnmálaskoðanir Niccolò Machiavelli voru honum leiðarhnoða í lífinu.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Orðabók Háskólans“. Afrit af upprunalegu geymt þann 6. mars 2016. Sótt 26. ágúst 2008.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.