Litla-Sandfell

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Litla-Sandfell

Litla-Sandfell er 294 metra fjall í Ölfusi, hálfum kílómetra vestan við Þrengslaveginn. Það er á landi Breiða­ból­staðar sem er í eigu Kirkju sjö­unda dags aðventista. Áform eru um að vinna 15 millj­ónir rúmmetra af basalti úr fjallinu sem mundi þýða að fjallið hverfi með öllu.[1] Þessi framkvæmd hefur verið gagnrýnd, meðal annars fyrir þá mölunarverksmiðju sem á að rísa í Þorlákshöfn[2] en einnig eru deilur innan sjöunda dags aðventa um framkvæmdina.[3]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Sunna Ósk Logadóttir (12. febrúar 2022). „Litla-Sandfell mun hverfa“. Kjarninn. Sótt 15. maí 2024.
  2. Bjarnar, Jakob (15. maí 2024). „Hundrað milljarða fjár­festing í upp­námi - Vísir“. visir.is. Sótt 15. maí 2024.
  3. Bjarnar, Jakob (23. apríl 2024). „Segja valda­rán framið og kirkju að­vent­ista klofna - Vísir“. visir.is. Sótt 15. maí 2024.