Onigiri

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Onigiri einnig kallað omusubi og nigirimeshi er vinsæll japanskur skyndibiti sem er hrísgrjónabollur gerðar úr hvítum soðnum hrísgrjónum sem mótaðar eru sívalt eða þríhyrningslaga form og oft vafin inn í nori (þurrkuð þangblöð). Onigiri er oft með ýmis konar fyllingu og kryddi svo sem súrsuðu grænmeti og fiskmeti.