Survivor (sjónvarpsþáttur)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Survivor eru bandarískir raunveruleikaþættir. Þeir eru byggðir á sænsku þáttarröðinni Expedition Robinson frá árinu 1997. Þættirnir voru frumsýndir þann 31. maí árið 2000 á CBS sjónvarpsstöðinni og árið 2024 var hún á sinni 46. seríu. Kynnir er Jeff Probst.

Survivor þættirnir hafa einnig verið gerðir í mörgum öðrum löndum, svo sem Ástralíu, Belgíu, Frakklandi og víðar.

Keppnin[breyta | breyta frumkóða]

Þátturinn sameinar hóp af ókunnugu fólki sem skipt er í einn eða fleiri hópa (yfirleitt kallaðir ættbálkar) á yfirgefnum stað þar sem þau verða að útvega mat, vatn, eld og skjól á meðan þeir keppa í áskorunum til að vinna annað hvort laun eða friðhelgi frá brottvísun úr leiknum á svokölluðu ættbálkaráði. Síðustu tvö eða þrjú sem halda sætum sínum eftir alla 39 dagana þurfa að ganga í augun á dómnefndinni, sem er hópur af síðustu átta eða níu keppendum sem voru kosnir út úr leiknum. Hver og einn einstaklingur í þeirri dómnefnd kýs hver þeim finnst eiga skilið að vinna titilinn "Sole Survivor" og milljón dollara verðlaun.

Velgengni[breyta | breyta frumkóða]

Þættirnir urðu strax mjög vinsælir. Fyrstu ellefu þáttaraðirnar voru meðal tíu mest áhorfðu þættir í Bandaríkjunum. Þeir eru almennt taldir með bestu Bandarísku raunveruleikaþáttunum. Þættirnir hafa oft verið tilnefndir til Emmy verðlauna þar á meðal unnu þeir fyrir "Outstanding sound mixing" árið 2001 "Outstanding special program" árið 2002, og var síðan tilnefndur fjórum sinnum fyrir "Outstanding reality-competition Program" þegar flokkur var kynntur árið 2003. Jeff Probst hefur unnið verðlaun fyrir "Outstanding Host for a Reality or Reality-Competition Program" fjórum sinnum síðan verðlaunin voru kynnt árið 2008. Árið 2007 voru þáttaraðirnar á lista Time tímaritsins á 100 Bestu sjónvarpsþáttum allra tíma.

Þáttaraðir[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]