Svartálfaheimur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Svartálfaheimur er heimili svartálfa í norrænni goðafræði og einn níu heima veraldar. Svartálfar eru sagðir miklir smiðir og frá þeim er Gleypnir, fjötur sá sem hélt Fenrisúlfi.[1] Virðast þeir hafa verið dvergar. Niðavellir er annar heimur sem virðist einnig hafa verið heimili dverga.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Gylfaginning, erindi 34“. www.snerpa.is. Sótt 9. desember 2023.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.